SAMFÉLAGSMIÐLA MASTERCLASS
SAMFÉLAGSMIÐLA MASTERCLASS
Magnað tækifæri til að læra setja upp auglýsingar sem virka
NÁMSKEIÐIÐ VERÐUR HALDIÐ Í REYKJAVÍK. Komdu og fáðu annan skilning í stafrænni markaðssetningu með því í huga að auka söluna í þínu fyrirtæki til muna. Gullið tækifæri til að læra inn á kostaðar auglýsingar á Facebook/Instagram og áhrifavalda markaðssetningu (+UGC). Vertu undirbúin fyrir síðustu og mikilvægustu vikur ársins og fullur af sjálfsöryggi til að takast á við 2024! Námskeiðið er dagana 28-29.september frá kl. 12-16.00 báða dagna. Nákvæm staðsetning kemur síðar.
Ath. Ýmis stéttarfélög veita styrki fyrir sókn á námskeið
Þú lærir:
- Mikilvægan grunn í Facebook/ Instagram auglýsingum.
- Betri skilning um hversu mikið þú ættir að eyða í auglýsingar.
- Hvað svona auglýsingar geta gert fyrir þitt fyrirtæki.
- Hvernig á að búa til efni sem að selur vörurnar þínar.
- Hvernig þú getur sett upp ákveðnar auglýsingar til að ná til ákveðna aðila.
- Hvað eru retargeting auglýsingar?
- Að auka söluna í þínu fyrirtæki.
-
Ódýrari eða ókeypis leiðir til þess að markaðssetja vörumerkið þitt.
-
Lesa í tölfræði á samfélagsmiðlum.
- Hvaða tæki og tól er gott að vinna með í kringum samfélagsmiðla.
- Vinna með áhrifavöldum.
- Hverrsskonar áhrifavalda markaðssetning virkar.
Þetta námskeið er fyrir þig:
- Ef þig langar að læra betur inn á keyptar auglýsingar.
- Ef þig langar að læra einföld skref til að hækka söluna.
- Ef þú ert ekki viss um hvaða efni virkar í auglýsingum sem þessum.
- Veist ekki hvernig á að búa til gott efni.
- Þú veist ekki hvernig þú getur náð í réttan hóp mögulegra viðskiptavina.
- Þig langar að geta stækkað fyrirtækið þitt.
- Þig langar að læra vinna með áhrifavöldum.
- Og þig langar að læra inn á UGC lestina!
Eftir þetta námskeið:
- Full/ur af öryggi og innblástri til að takast á við alla þá mikilvægu daga framundan á 2024
- Forskot á samkeppnisaðilann!
-
Þú ættir að geta búið til áhrifavalda herferðir og lært að vinna með þeim í langtíma samstörfum.
- Unnið með áhrifavaldi.
- Lesið í allar þær tölur sem eru á bakvið samfélagsmiðla til að hjálpa þér að gera enn betur.
- Verið með betri skilning á starfrænni markaðssetningu.
- Aukið söluna til muna!
Algengar spurningar
Er hægt að fá styrk frá stéttarfélagi (VR, efling...)?
Samkvæmt pósti sem ég fékk frá stéttarfélögunum að þá þarf hver og einn að athuga sitt stéttarfélag. Einnig langar mig að benda á það að sumir atvinnurekendur aðstoða við að greiða niður námskeiðsgjöld.
Ég er ekki viss hvort þetta námskeið sér fyrir mig?
Ekki hika við að senda á okkur hello@icelandmasterclass.is og við hlökkum til að spjalla!
Er námskeiðið haldið á ensku?
Helmingurinn af námskeiðinu er haldið á ensku - til okkar koma tveir snillingar alla leið frá Danmörku sem fara yfir kostaðar auglýsingar á Facebook/Instagram.
Hvernig fæ ég reikning fyrir námskeiðinu?
Ef þig vantar kvittun fyrir atvinnurekanda eða stéttarfélag þá þarftu að senda okkur tölvupóst hello@icelandmasterclass.is með kennitölu + fullt nafn. Við græjum svo reikning fyrir þig með bókara.
Er námskeiðið fyrir byrjendur?
Klárlega bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í auglýsingum á samfélagsmiðlum þá muntu klárlega fá tilfinningu fyrir og þekkingu hvernig allt virkar.
Við förum hinsvegar ekki yfir kennslu hvernig á að pósta eða klippa myndbönd eða slíkt. Þetta er meira hvernig þið getið gert ykkar kostaðar auglýsingar mun betur og tekið á móti auknum heimsóknum til að fá mestu söluna.
Ef þú ert enn óviss ekki hika við að senda okkur línu hello@icelandmasterclass.is
Verður annað námskeið haldið?
Við höfum haldið þetta námskeið nokkrum sinnum yfir árið með uppfærslum síðast liðin tvö ár - eins og er þá er þetta síðasta dagsetningin í ár. Við erum ekki komin með nákvæma dagsetningu fyrir næsta námskeið en myndum telja að það yrði ekki fyrr en apríl á næsta ári.
UMSAGNIR FRÁ ÖÐRUM NÁMSKEIÐUM
-
TAKK FYRIR OKKUR!
Við systur getum hiklaust mælt með Samfélagsmiðla MASTER CLASS námskeiðinu hennar Tönju og NorthPeak Consulting twins
Það hreinlega opnuðust aðrar víddi og nýir heimur í skilvirkari notkun samfélagsmiðlum.
Þau skiluðu efninu á námskeiðinu vel frá sér á sérstaklega gagnlegan og skiljanlegan hátt. Það hentaði okkur systur extra vel þar sem við erum svolítið út um allt alla daga.
Þau gáfu sér öll extra tíma í að aðstoða hver og einn. Mikil fagmennska og þolinmæði. Þau aðstoðuðu okkur í að setja inn tengingar á milli FB, Instagram og heimasíðu og margt fleira.
Námskeiði kenndi okkur að sjá mælingar og annað sem við vorum svo sem ekkert að hugsa mikið út í fyrr.
Besta TIPS EVER ekki eyða pening í eitthvað sem gefur ekki hærri tekjur.
EINS OG BOOZT Á FB OG INSTAGRAM !!!
- Anna Marta & Lovísa
Súkkulaði Hringur og Pestó TWINS. Fáanlegt í helstu matvöru verslunum landsins. -
Námskeiðið var mjög fræðandi og skemmtilegt - mér fannst það bara líða of hratt. Tanja, Nils og Christian náðu að koma efninu frá sér á skemmtilegan og hnitmiðaðan hátt.
Ég fer full af innblæstri inn í næstu vikur og mánuði með betri skilning á því hvernig er hægt að nýta sér samfélagsmiðla á mun skilvirkari hátt. Bæði hvað varðar Facebook Ads og svo áhrifavalda og content creatora. Mjög hjálplegir fyrirlesarar sem gáfu sér tíma fyrir hvern og einn ef þess þurfti. Námskeiðið kenndi okkur líka að lesa betur í tölfræðina sem miðlarnir eru að færa okkur, sem er auðvitað svo ótrúlega mikilvægur þáttur í að geta gert betur!
Hlakka til að fara að nýta mér þessi tæki og tól miklu betur!
Takk kærlega fyrir mig - ég get heilshugar mælt með þessu frábæra námskeiði <3
- Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir (sölu- og markaðsstjóri Dýrheimar/Royal Canin) -
Námskeiðið opnaði nýja veröld af möguleikum sem mér óraði ekki fyrir að væru í boði fyrir eins venjulega manneskju og mig. Ég fer af námskeiðinu full af sjálfstrausti og veit að ég mun geta gert ótrúlega hluti fyrir fyrirtækið mitt á markaðsfræðilegum grunni. Það kom mér á óvart hvað námskeiðið var persónulegt og ótrúlega skemmtilegt fyrir utan hvað fræðslan var spot on. Enn og aftur takk kærlega fyrir mig, mér lýður eins og ég hafi funduð gullnámu!
- Steinunn EB-lagnir -
Nei sko váá upplýsingaflóðið á þessu námskeiði 👌🏼😍 maður lærði svo mikið!
Tanja með algjörlega snilldar pælingar og talar að reynslu - hjálpar manni að virkilega skilja sig með goðum og slæmum dæmum! Ásamt svoooo mörgu öðru!
Svo eru þeir algjörir snillingar þegar kemur að stafrænum auglýsingum og vááá þolinmæðin sem þeir höfðu… þeir hjálpa manni að skilja betur hvernig allt virkar, do’s & dont’s og hvað er best að gera til að byrja með! Svo ekki nóg með það var æðislegt hvernig var haldið utan um mann eftir á og tekið stöðuna 💗💗
Mæli HIKLAUST með 🫶🏼
- Margrét & Íris eigendur Shay Verslun -
Samfélagsmiðla námskeiðið hjá Tönju Ýr var einstaklega faglegt og lærdómsríkt. Tanja var búin að stúdera miðlana okkar í bak og fyrir og og var með mjög uppbyggilega punkta og aðferðir um hvernig við getum bætt bæði samfélagsmiðlana okkar og heimasíðuna okkar. Námskeiðið veitti manni mikinn innblástur og lærdóm hvernig við getum gert enn betur og aukið söluna og tekjurnar okkar með því að tileinka okkur þekkingu hennar á þessum miðlum. Frábært í alla staði og mæli eindregið með.
- RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR OG GÍGJA SARA BJÖRNSSON EIGENDUR KATTAKAFFIHÚSSINS
-
Það er ekkert annað en forréttindi að fá að vinna með Tönju. Ég leyfi mér stór orð að hún er metnaðarfullasta, duglegasta, mest hvetjandi og drífandi manneskja sem ég hef nokkurntímann unnið með. Þekking og reynsla hennar á samfélagsmiðlum er gífurlega mikil og þessi fallega ástríða sem hún er með fyrir samfélagsmiðlum er einstök. Það hefur skilað henni persónulega og mörgum einstaklingum sem og fyrirtækjum afar miklu. Allt sem hún hefur kennt mér bæði sem manneskja, í rekstri og á samfélagsmiðla er ein sú dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið.
- MARÍA, FRUMKVÖÐULL & MARKÞJÁLFI
-
Tanja Ýr hefur haldið fyrirlestur um samfélagsmiðla og markaðsetningu á samfélagsmiðlum fyrir nemendur Reykjavik Makeup School núna í um eitt ár við miklar vinsældir nemenda. Fyrirlesturinn er rosalega flott uppsettur, faglegur og fróðlegur og útskýrir Tanja allt að svo mikillri innlifun og kemur öllu svo vel frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt , hún fær nemendur til að taka mikinn þátt í fyrirlestrinum með allskyns spurningum og umræðum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa hana í kennarateymi RMS.
- SARA & SILLA, REYKJAVIK MAKEUP SCHOOL
-
Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Vel unnið að mínum persónulegu miðlum og þeim markmiðum og áherslum sem ég vil hafa. Ótrúlega gott að fá önnur augu á miðlana sína sem segja manni hvað virkar og það sem meira er hvað virkar ekki. Hlakka ótrúlega til að vinna útfrá því sem ég lærði á 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðinu og gera mína miðla betri.
- LILJA, FÖRÐUNARFRÆÐINGUR OG SÖNGKONA
-
Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðið hjá Tönju Ýr, það var ótrúlega fróðlegt og gagnlegt. Námskeiðið gaf mér kraft og þekkingu til að að elta mína drauma og ná árangri. Tanja er alveg 110% í öllu sem hún gerir og 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðið er þar engin undantekning, námskeiðið var ótrúlega vel uppsett, faglegt, lærdómsríkt og sniðið að mínum markmiðum og draumsýn. Ástríða Tönju á markaðssetningu, samfélagsmiðlum og að hjálpa öðrum að ná árangri leyndi sér ekki, það er ómetanlegt að fá svona góð ráð frá slíkum viskubrunni í þessum efnum. Ég bara gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja læra betur inn á markaðssetningu og samfélagsmiðla, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum eða vilja einfaldlega bara bæta við þekkingu sína og gera enn betur! Ég hlakka ótrúlega mikið til að byggja upp mína miðla út frá því sem ég lærði hjá Tönju á námskeiðinu.
- TELMA FANNEY
-
Námskeiðið Hennar Tönju Ýr um vöruþróun og stofnun vörumerkis gékk algjörlega vonum framar! Ég var mjög spennt að skrá mig à þetta námskeið og hafði smá hugmynd um hvað ég vildi vita og spurja, kom í ljós að það sem ég vildi vita var hreinlega bara brotabrot af öllum upplýsingum sem við fengum. Ég var eiginlega bara í sjokki með hversu lítið ég vissi fyrir en rosalega ánægð með magn af upplýsingum, aðstoð og fræðslu sem við fengum á námskeiðinu. Ég þarf ekki að byrja á toppnum og Tanja sýndi okkur hvernig það er hægt. Gerður arinbjarnar var með geggjaða fræðslu og pepp fyrir okkur öll. Geggjaður stuðningur og fræðsla frá Gerði. Eftir fyrsta daginn vissi ég eiginlega ekkert hverju ég ætti að eiga von á seinni daginn, viti menn, það var nóg eftir af upplýsingum. Fengum að spyrja bókara að öllu milli himins og jarðar og fá ráð og aðstoð, sem róar aðeins taugarnar fyrir okkur sem erum rétt að byrja. Virkilega ánægð með námskeiðið og alla fræðsluna sem ég fékk, gekk vonum framar og frammúr öllum mínum væntingum. Ég virkilega mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem eru að spá í eigin rekstur og eigin vörulínu/þróun, þetta er staðurinn sem þú færð actual svör og að spyrja um allt. Tíminn er núna, taktu stökkið.
- ALEXANDRA DOUGLAS
-
Þetta námskeið var algjörlega ómissandi! Ég lærði ótrúlega margt sem ég mun nýta mér, þar sem ég er nýbyrjuð með vefverslun og get mér nýtt lærdóminn til að gera rétt strax frá upphafi hvað varðar kostaðar auglýsingar og sparað mér að eyða peningum í ranga hluti. Þekkingin sem ég tek út úr námskeiðinu er ekki síður hvað varðar UGC og almenna stýringu miðla, Tanja leiðréttir margar mýtur sem ég hafði. Ég mjög peppuð fyrir komandi tímum hjá mínu fyrirtæki.
- Thelma Harðardóttir -
Frábært og gagnlegt námskeið í alla staði og stóðst vel væntingar mínar. Tanja er ótrúlega fróðlegur og skemmtilegur fyrirlesari sem nær að smita mann með brennandi áhuga sínum á því sem hún er að fjalla um. Námskeiðið var mjög gagnlegt og á eftir að nýtast mér vel í mínum fyrirtækjarekstri. Christian og Niels voru líka mjög fróðlegir og náðu að miðla vel sínum upplýsingum. Námskeiðið var einstaklega faglegt í alla staði stóðst tímamörk og uppfyllti þau loforð sem gefin voru í námskeiðslýsingunni. Mæli 100% með að skella sér á þetta námskeið! Takk fyrir mig :)
- Ragnheiður Birgisdóttir
Hverjir eru NorthPeak Consulting?
NorthPeak Consulting er markaðsstofa staðsett í Danmörku sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum að stækka og auka sölu með stafrænni markaðssetningu.
Við leggjum mikla áherslu á kostaðar auglýsingar í gegnum: Facebook(Instagram), Google, Pinterest, Snapchat, Tölvupóst & Tik Tok.
Við erum að vinna með vörumerkjum um allan heim, Bandaríkjunum, Scandinviu, Íslandi, Þýskalandi, Kanada og Hollandi. Fyrirtækið var stofnað af okkur Niels & Christian og í fyrirtækinu eru tveir aðrir starfandi í fyrirtækinu í fullu starfi.
Undanfarin fjögur ár hefur okkur tekist að aðstoða yfir 100 fyrirtæki að ná því eina markmiði að auka söluna í gegnum kostaðar auglýsingar. Mikilvægt er að við erum alltaf að passa upp á hvað er nýtt á markaðinum og til að missa ekki af neinu þá erum við samstarfsaðilar Google, META og Klaviyo. Með því erum við alltaf uppfærðir um það nýjasta og drögumst ekki afturúr þar sem notendur samfélagssmiðla eru stöðugt að breytast.
Hver er Tanja Ýr?
Síðan árið 2014 hef ég eingöngu unnið á samfélagsmiðlum og hef á þessum árum skapað algjöra sérþekkingu á því hvernig hinir ýmsu miðlar virka og hvernig við getum notað þá til þess að ná árangri. Á þessum árum hef ég stigið í öll möguleg hlutverk en ásamt því að hafa sjálf byggt, viðhaldið og haft tekjur miðlum á borð við Snapchat, Facebook, Instagram Youtube og TikTok þá hef ég unnið náið með bæði áhrifavöldum og fyrirtækjum. Ég aðstoða áhrifavalda við að koma sér á framfæri, byggja upp ímynd og læra afla sér tekna. En með fyrirtækjum hef ég stigið inn sem sérfræðingur á samfélagsmiðlum og veitt ráðgjöf eða séð um miðla og búið til herferðir með áhrifavöldum.Í gegnum tíðina hef ég bæði byggt upp fjölda vörumerkja sjálf, nær einungis í gegnum samfélagsmiðla og hjálpað tugum fyrirtækja við að byggja upp sterka ímynd, vekja athygli og selja vörur eða þjónustu á mörgum mismunandi miðlum. En þar liggur helsta ástríða mín í dag, að miðla minni reynslu og sérþekkingu um samfélagsmiðla, vefsíðugerð, myndefni og vörumerki til þín ... og sýna þér hvernig þú getur sjálf eða sjálfur lært að nota þessi tæki fyrir þig eða þitt vörumerki.
Vertu með og taktu samfélagssmiðlana í gegn!
Myndir frá fyrrum námskeiðum
- Choosing a selection results in a full page refresh.
- Opens in a new window.